Fastgengismynt (stablecoin) er mynt sem fest er við gengi einhvers annars gjaldmiðils. Algengasta fastgengismyntin á rafmyntamörkuðum er rafdollar þar sem einn rafdollar er alltaf jafn mikils virði og einn dollar. Ekki eru þó allar fastgengismyntir eins og á rafmyntamörkuðum má finna nokkrar mismunandi tegundir af fastgengismyntum. 

Fastgengismyntir tryggðar með hefðbundnum gjaldmiðlum.

Á rafmyntamörkuðum hefur lengi verið notast við fastgengismyntir sem festar eru við dollar. Stærstu rafmyntirnar í þeim flokki eru rafdollararnir USDC og USDT. Fyrir hvern rafdollara í umferð er einn geymdur í eignasafni til tryggingar rafdollara. Rafkrónan (ISKT) er tryggð með sambærilegum hætti og telst í þessum flokki enda er ein króna í eignasafni Rafmyntasjóðs Íslands fyrir hverja rafkrónu sem er útí umferð. Í því skyni að skapa traust um rafmyntina er nauðsynlegt að tryggja gagnsæi um eignasafnið sem stendur til tryggingar rafmyntinni. Af þeirri ástæðu hefur Rafmyntasjóður Íslands samið við löggilta endurskoðendur til að staðfesta sjálfstætt að eignasafn Rafmyntasjóðs Íslands standi undir rafkrónum í umferð. Þá er sambærileg staðfesting framkvæmd mánaðarlega á eignsafni til tryggingar USDC en sömu sögu er þó ekki að segja af USDT. Af þessari ástæðu er frekar mælt með notkun USDC fremur en USDT. 

ISKT

USDC
USDT


Fastgengismyntir tryggðar með rafmyntum

Sumar fastgengismyntir eru tryggðar með öðrum rafmyntum, notkun snjallsamninga og algorithma. 

DAI

Elsta dæmið um þetta er DAI. DAI er fest við gengi USD á genginu 1:1 með atbeina snjallsamnings. Einstaklingar geta fengið útgefið DAI með því að leggja rafmyntir til tryggingar í snjallsamninginn. Allt útgefið DAI er veðtryggt 200% til þess að kerfið standist hrun á markaði. Einstaklingur sem vill nálgast 1.000 DAI þarf þannig t.d. að leggja inn ETH að verðmæti 2.000 USD. Ef ETH lækkar í verði og framlagt ETH nálgast 1.000 dollara er ETH selt til að tryggja að snjallsamningurinn verði ekki gjaldþrota. Svo fremi sem hrun hafi ekki orðið á markaðnum getur einstaklingurinn alltaf nálgast sitt ETH aftur með því að leggja inn 1.000 DAI tilbaka. Fyrstu snjallsamningarnir fyrir DAI voru búnir til í lok árs 2017 og hafa því náð að standa af sig ýmis skakkaföllin í rafmyntaheimnum. 


DAI

Terra USD (UST)

Terra USD var fastgengismynt á bálkakeðjunni Terra. Terra USD var bundið við gengi Terra Luna. Ef gengi á Terra Luna var 20$ var hægt að brenna 1 Terra Luna og búa til þess í stað 20 Terra USD. Þetta var hægt að gera fram og tilbaka. Hugmyndafræðin gekk út á að aðilar á markaði myndu brenna Terra USD til að búa til Terra Luna ef verðið á Terra USD var lægra en 1 USD og öfugt ef verðið á Terra USD var hærri en 1 USD. Um tíma voru um 45 milljarðar dollara bundnir í Terra Luna bálkakeðjunni allt þar til í maí 2022 að kerfið hrundi.

Fastgengismyntir tryggðar með málm.

Til eru fastgengismyntir sem tryggðar eru með gulli eða öðrum málmum. Þannig má sem dæmi nefna Paxos gold þar sem hvert token er tryggt með einni únsu af gulli (gullfótur). Fjárfestar sem telja hag sinn bestan í gulli geta þannig fært féð sitt yfir í gull með auðveldum hætti í rafmyntaheiminum.


Pax gold