Solana er dreifistýrð bálkakeðja. Meginmarkmið bálkakeðjunnar er að ná fram hraða sem hefur ekki sést áður í bálkakeðjum ásamt því að halda færslukostnaði í lágmarki. Solana er talin vera ein hraðvirkasta bálkakeðja heims. Áætluð afkastageta bálkakeðjunnar er um 50.000 færslur á sekúndu sem er sambærileg og afkastageta greiðslukortafyrirtækisins VISA á heimsvísu. Dagleg notkun nær þó ekki slíkum fjölda en algengt er að um 2000-3000 færslur eru afgreiddar á sekúndu. Hægt er að sjá færslur í rauntíma á solana.com. Til samanburðar er afkastageta Etherum um 13-15 færslur á sekúndu og Bitcoin um 3-7 færslur á sekúndu. Solana bálkakeðjan er ennfremur með þeim ódýrustu enda eru færslugjöld á keðjunni um 0.00025$ sem er um 3 íslenskir aurar. Til samanburðar eru dæmigerð færslugjöld á Ethereum frá 11 - 27$ eða frá 1400 - 3400 kr. og Bitcoin um 1$ eða 140 kr.

Afkastageta Solana grundvallast að miklu leyti á að aðferðin til að sannreyna réttmæti færslna á bálkakeðjunni er hefðbundnari bálkakeðjum s.s. eins og Ethereum og Bitcoin sem notast við "Proof of work". Solana byggir á blöndu af "proof of stake" og "proof of history" til að sannreyna réttmæti færslna en þessi aðferð tekur mun minni tíma og þarfnast ekki jafn mikillar orku. 

Hraði og afkastageta bálkakeðjunnar gerir forriturum kleift að útbúa þjónustur sem flestar aðrar bálkakeðjur myndu aldrei ráða við. Þar má fyrst nefna dreifistýrðu kauphöllina Serum. Serum er kauphöll sem lifir á bálkakeðjunni sjálfri og þarf enga miðstýringu. Kauphöllin er með lifandi tilboðsbók þar sem kaupendur og seljendur geta lagt fram sitt kaup/sölu tilboð. Þegar tilboð ná saman verða sjálfkrafa úr viðskipti í kauphöllinni. Hraði og lár kostnaður Solana bálkakeðjunnar gerir þennan langþráða draum að veruleika.

Solana bálkakeðjan var fyrst sett af stað í mars 2020 en vinsældir bálkakeðjunnar hefur aukist gríðarlega síðustu misseri og fjöldi nýsköpunarfyrirtækja sem nýta sér Solana fer ört vaxandi. Vistkerfi Solana hefur stækkað og dafnað. Fróðleiksfúsir geta skoðað fjöldan allan af verkefnum í gangi hér.