Hér að neðan má finna yfirlit yfir skráða ISKT markaði á Solana bálkakeðjunni. Einfaldasta leiðin til að breyta ISKT rafkrónur í aðrar rafmyntir er að nota swap viðmótið á mintum.is. Swap viðmótið okkar leitar í gegnum neðangreinda markaði og marga fleiri til að sýna þér besta verðið hverju sinni. Þú getur lesið meira um Swappið okkar hérna
Orca.io sérhæfir sig i lausafjársjóðum (e. liquidity pools). Mintum hefur komið á fót tvo sjóði hjá Orca, annars vegar fyrir SOL og hins vegar fyrir USDC. Sjóðirnir gera notendum kleift að skipta yfir í SOL og USDC með auðveldum hætti. Þóknun sem greidd er fyrir að nota sjóðinn fer til þeirra fjárfesta sem hafa lagt rafmyntir inn í sjóðinn. Þú getur kynnt þér meira um markaðsþáttöku hér.
Par | Þóknun | Veffang |
USDC / ISKT | 0,3% | |
SOL / ISKT | 0,3% |
Openbook er kauphöll með opinni tilboðsbók. Gagnstætt við lausafjársjóði þar sem notandinn fær uppgefið verð hverju sinni býður OpenBook upp á að notendur leggi fram sitt eigið kaup- eða sölutilboð. Til eru þó nokkur mismunandi grafísk viðmót til að tengjast OpenBook.
Nafn | Par | Vefsvæði |
Mintum | USDC / ISKT | |
Dropcopy | USDC / ISKT | |
PRISM | USDC / ISKT |