Rafkrónur (ISKT) eru alltaf fáanlegar mintum.is í skiptum fyrir krónur.
Hægt er að skoða tokenið á vefsvæði solscan -> https://solscan.io/token/isktkk27QaTpoRUhwwS5n9YUoYf8ydCuoTz5R2tFEKu en solscan sýnir ennfremur alla markaði sem eru virkir fyrir ISKT í flipanum 'Markets'
Ef þú átt rafmyntir og vilt skipta yfir í rafkrónur er hægt að gera það á swappinu á mintum.is
Rafkrónur skráðar á þremur dreifistýrðum kauphöllum en swappið á mintum.is verlur sjálfkrafa fyrir þig hagstæðustu kjörin.
Orca.so & Raydium.io
Orca og Raydium eru lausafjársjóðir. Mintum hefur sett upp sjóði þar sem hægt er að skipta ISKT í USDC eða öfugt. Fjárfestar sem vilja passíva innkomu geta lagt ISKT og USDC inn í sjóðina og fengið þess í stað þær þóknanir sem notendur greiða inn til að skipta á milli rafmynta. Við mælum með að þú kynnir þér vel hvernig lausafjársjóðir virka áður en þú leggur inn rafmyntir í sjóðina. Enginn ávinningur er tryggður. Hafa ber í huga að allar fjárfestingar í rafmyntum eru áhættusamar fjárfestingar. Mintum ber enga ábyrgð á tapi ef til þess kemur.
Orca.so | Skoða nánar | Leiðbeiningar f. fjárfesta (velja Whirlpools) |
Raydium.io | Skoða nánar | Leiðbeiningar f. fjárfesta |
OpenBook
Openbook er dreifstýrðri kauphöll með opinni tilboðsbók. Hún var stofnuð á grunni Serum eftir að kauphöllin FTX leið undir lok. Þar er hægt að sýsla með hundruði skráðra rafmynta. Notendur geta lagt fram tilboð í tilboðsbókina og þegar tvö tilboð mætast verða til viðskipti. Nánar er hægt að kynna sér kauphöllina hér.