Rafmyntasjóður Íslands geymir krónuinnistæður í íslenskum viðskiptabönkum. Starfsmenn rafmyntasjóðsins eru ekki með beinan aðgang að umræddum reikningum og allar millifærslur til og/eða frá umræddum reikningum eru sjálfvirkar úr kerfum mintum.is

Rafmyntasjóður Íslands ábyrgist að innistæða á bankareikningi sé ávallt a.m.k. að lágmarki sú sama og fjöldi rafkróna í umferð og hefur félagið samið við sjálfstæða endurskoðendur til að sinna eftirliti með þessu. Endurskoðendur félagsins birta reglulega skýrslur um stöðu sjóða félagsins og finna má yfirlit skýrslna hér.