Fastgengismynt (stablecoin) er mynt sem fest er við gengi einhvers annars gjaldmiðils. Algengasta fastgengismyntin á rafmyntamörkuðum er rafdollar þar sem einn rafdollar er alltaf jafn mikils virði og einn dollar. Ekki eru þó allar fastgengismyntir eins og á rafmyntamörkuðum má finna nokkrar mismunandi tegundir af fastgengismyntum.
Fastgengismyntir tryggðar með hefðbundnum gjaldmiðlum.
Á rafmyntamörkuðum hefur lengi verið notast við fastgengismyntir sem festar eru við dollar. Stærstu rafmyntirnar í þeim flokki eru rafdollararnir USDC og USDT. Fyrir hvern rafdollara í umferð er einn geymdur í eignasafni til tryggingar rafdollara. Rafkrónan (ISKT) er tryggð með sambærilegum hætti og telst í þessum flokki enda er ein króna í eignasafni Rafmyntasjóðs Íslands fyrir hverja rafkrónu sem er útí umferð. Í því skyni að skapa traust um rafmyntina er nauðsynlegt að tryggja gagnsæi um eignasafnið sem stendur til tryggingar rafmyntinni. Af þeirri ástæðu hefur Rafmyntasjóður Íslands samið við löggilta endurskoðendur til að staðfesta sjálfstætt að eignasafn Rafmyntasjóðs Íslands standi undir rafkrónum í umferð. Þá er sambærileg staðfesting framkvæmd mánaðarlega á eignsafni til tryggingar USDC en sömu sögu er þó ekki að segja af USDT. Af þessari ástæðu er frekar mælt með notkun USDC fremur en USDT.

ISKT
USDC
USDT