Til að fá upplýsingar um innleggsreikninginn þinn fyrir ISKT rafkrónur smellir þú á "Leggja inn"

Slóð fyrir þitt veski á mintum.is ætti að birtast í næstu valmynd. Þú getur afritað slóðina með því að smella á slóð veskisins.
Næst er að senda ISKT á framangreinda slóð sem er gert með mismunandi hætti eftir því hvaða veski þú ert að nota. Til viðmiðunar má sjá hér að neðan hvernig þetta er framkvæmt í Phantom.
Fyrst er valið að senda Rafkrónur og smellt á send. Þá er slóð mintum veskisins sett í sendingarreit og fjárhæð slegin inn.

Sendingin er staðfest og ætti að klárast á 1-2 sekúndum síðar.

Innistæðan þín ætti að birtast á vefsvæði mintum.is skömmu síðar.
