Með tilkomu rafkróna og mintum.is getur þú sent fjármuni frá íslenskum banka yfir í erlendar kauphallir á ódýran og mjög fljótlegan og ódýran máta.

Þú getur notast við eftirfarandi leiðbeiningar til að færa fjármuni milli þíns banka og erlendra kauphalla.

Almennt eru þrjár leiðir til að senda fjármuni á milli íslensks banka og erlendar rafmyntakauphallir.

  • Visa
  • Mintum / Rafkrónur
  • Swift 

Í flestum tilvikum er ódýrast að færa fjármagn til/frá kauphöllunum með Mintum en ef um stórar fjárhæðir er að ræða getur verið ódýrara að framkvæma Swift greiðslu sem tekur þó 1-2 daga. Við settum upp einfalda reiknivél til að sýna mismuninn.