Einfaldasta leiðin til að breyta rafkrónum í aðrar rafmyntir á Solana bálkakeðjunni er að nota swap viðmótið á mintum.is.  Swappið er tengt við Openbook kauphöllina og tæplega 20 lausafjársjóði og finnur sjálfkrafa fyrir þig besta verðið svo þú þurfir ekki að flakka á milli. Þú finnur swappið í valmyndinni lengst uppi til hægri þegar þú ert skráður inn á mintum.is

Til að nota swappið þarft þú að vera með eigið veski sem browser extension á vafranum þínum. Ef þú hefur ekki þegar sett upp þitt eigið veski getur þú fylgt leiðbeiningum hér.  Þú tengir veskið með því að velja select wallet.  


Kerfið ætti sjálfrafa að finna þau veski sem þú ert með í vafranum þínum. Þú tengir veskið með því að velja veskið þitt í listanum. Í okkar tilfelli erum við að nota Phantom. 


Þú getur séð að veskið þitt er tengt þegar raðnúmer veskisins birtist efst og staða á veskinu sést á valmyndinni. 

Þú slærð inn fjárhæðina sem þú vilt skipta. Til hægðarauka er hægt að ýta á stöðuna til að velja að skipta öllu. Þegar þú hefur slegið inn upphæð birtist gengið og aðrar upplýsingar í glugga fyrir neðan.

  • Gengi er það gengi sem þú færð. Í dæminu hér að ofan er gengið 1 ISKT = 0,006985 USDC eða 1 USDC = 143.16 kr. 
  • Verðáhrif er hvaða áhrif þín viðskipti munu hafa á verðið. Þegar þú átt viðskipti við lausafjársjóð hafa öll viðskipti áhrif til hækkunar eða lækkunar á verði sjóðsins. Þú getur lesið nánar um hvernig lausafjársjóðir virka hér
  • Fengið að lágmarki er upphæð rafmynta sem þú færð að lágmarki. Öll viðskipti eru með 0,5% vikmörk. Ef verðið breytist frá því að það er birt þér á síðunni og þar til þú staðfestir færsluna er hér sýnt hvað þú færð að lágmarki. Ef verðið breytist í þá átt að þú fengir lægri fjárhæð er hætt við viðskiptin.
  • Gjöld til xxx: Þau gjöld sem þú greiðir fyrir viðskiptin
  • Færslugjald: Það færslugjald sem þú greiðir á bálkakeðjunni. 

Þú getur líka skoðað þær leiðir sem eru í boið til að framkvæma skiptin en hagstæðasta leiðin er sjálfkrafa valin fyrir þig. 

Þú smellir á skipta þegar þú ert tilbúinn að staðfesta. Fljótlega ætti að birtast gluggi með staðfestingu á færslunni þinni og þú ættir að geta staðfest að færslan hafi farið í gegn á bálkakeðjunni sjálfri.