Til baka á mintum.is

Dreifistýrð fjártækni er andstæðan við miðlæga fjártækni. Miðlæg fjártækni er það sem við þekkjum úr hinum hefðbundna fjármálaheimi, t.d. þegar banki er milliliður sem tekur á móti innlánum og lánar út fjármunina til þriðja aðila og tekur mismunin á vöxtunum sem sinn hagnað. Með tilkomu snjallsamninga opnaðist heimur dreifistýrðrar fjártækni þar sem aðilar geta átt í öruggum viðskiptum, án milligöngu þriðja aðila og almennt með mun lægri þóknunum. Snjallsamningar á bálkakeðjum eru komnir þó nokkuð langt með að leysa hin ýmsu verkefni hefðbundinna fjármálastofnanna. Nokkur dæmi um þetta eru:

Lausafjársjóðir

Lausafjársjóðir eru snjallsamningar sem geyma tilteknar rafmyntir og leyfa notendum að skipta gegn þóknun á fyrirfram ákveðnu verði. Nánari umfjöllun um lausafjársjóði má finna hér. 

Lánasamningar

Lánasamningar þjónustar notendur við innlán og útlán rafmynta. Lánasamningurinn rukkar lántaka vexti og greiðir þá áfram til lánveitenda. Nánari umfjöllun um lánasamninga má finna hér