1. Fyrsta skrefið er er að búa til Solana Veski. Ef þú átt það ekki nú þegar geturu fylgt leiðbeiningum hér.

2. Þú þarft að leggja pening inn á mintum til að breyta yfir í rafkrónur. Það er einfalt að leggja inn á okkur íslenskar krónur með hefðbundinni millifærslu sem kostar ekki neitt.

Bankaupplýsingar Mintum:

  • Kennitala  431121-1580
  • Reikningsnúmer  370-22-42049

Þegar þú hefur lokið við millifærsluna birtist fjárhæðin sem inneign á þínu svæði Mintum.is

3. Næst er að breyta krónum yfir í rafkrónur. Til að skipta krónum yfir í rafkrónur eða öfugt er notast við bláan skiptitakka fyrir miðja síðu.


4. Þegar þú ert kominn með rafkrónurnar þarftu að færa þær yfir í þitt Solana veski. Það er gert með því að smella á Úttekt á veski, skrá inn raðnúmer Solana veskis, fjárhæð og staðfesta. Ef þú ert með alveg nýtt veski og ekkert SOL býður mintum þér að kaupa SOL á sama tíma en SOL er nauðsynlegt til að geta framkvæmt millifærslur og notað Serum kauphöllina.

5. Þú þarft að breyta rafkrónum yfir í SOL eða USDC til að senda á kauphöllina. Þú getur skoðað hvaða kauphallir styðja SOL eða USDC hér. Þú getur notað swappið til að breyta Rafkrónum í SOL eða USDC með einföldum hætti. Leiðbeiningar er hægt að nálgast hér.

6. Þegar þú ert kominn með SOL eða USDC á veskið þitt getur þú fært það yfir á kauphöllina. Allar kauphallir hafa greinargóðar upplýsingar um hvernig þú sendir rafmyntir til þeirra. Inná Binance er í dæmaskyni farið í Deposit Crypto og velur þar USDC á Solana networkið. Þá ættir þú að fá þá veskisadressu sem þú getur millifært yfir á frá þínu veski. Það er fínt að senda litla fjárhæð fyrst til að prufa.