Wrapped token er staðgengill rafmyntar á Solana keðjunni. Þar sem ekki er tæknilega mögulegt að færa rafmyntir með beinum hætti á milli bálkakeðja hafa verið búnir til staðgenglar svo hægt sé að eiga viðskipti með fleiri rafmyntir á Solana bálkakeðjunni. 

Dæmi um wrapped token á Solana er t.d.

  • Bitcoin
  • Ethereum
  • BNB

Wrapped tokens eru annað hvort gefin út af rafmyntakauphöll eða á grundvelli snjallsamnings. 

Þannig hefur Rafmyntahöllin FTX, gefið út wrapped BTC (Sollet) token á Solana en geymir jafn mikið af raunverulegu Bitcoini í sínum vörslum. FTX tekur á móti wrapped BTC (Sollet) fyrir BTC á genginu 1:1. Þeir sem nota wrapped BTC (Sollet) verða því að treysta á rekstrargrundvöll FTX.

Vegna FTX

Í ljósi gjaldþrots FTX er algjör óvissa um hvað stendur á bakvið Sollet wrapped assets á Solana bálkakeðjunni. Allar Sollet wrapped assets eru merktar soBTC soETH o.s.frv.

Þá eru snjallsamningar sem geyma rafmynt á einni bálkakeðju og leysa þær út á annarri. Sjá t.d. Portal Token Bridge