Phantom og Solflare eru líklega vinsælustu veskin á Solana og það er s.s. ekki að ástæðulausu. Bæði veskin eru með frábært grafískt viðmót og veita notandanum einfalda sýn á aðgerðir áður en þú staðfestir með undirskrift. Bæði veskin bjóða þér að skipta á milli rafmynta beint í veskinu sjálfu, skoða NFT's sem eru á veskinu. Þá er hægt að stake'a Sol við bálkakeðjuna og öðlast vexti,.

Bæði veskin styðja Ledger hardware wallet. Við mælum með að notast sé við Ledger í öllum viðskiptum með rafmyntum til að tryggja betur öryggi notandans. 

Hægt er að fá Phantom í síma (Android og iPhone) og sem extension í helstu vafra hér.

Hægt er að fá Solflare í síma (Android og iPhone) og sem extension í helstu vafra hér.