Hugbúnaðarveski

Hægt er að nota mörg veski á Solana bálkakeðjunni. Hér að neðan má finna stutt yfirlit yfir helstu veski sem virka á Solana. Phantom og Solflare eru líklega vinsælustu veskin á Solana og það er s.s. ekki að ástæðulausu. Bæði veskin eru með frábært grafískt viðmót og veita notandanum einfalda sýn á aðgerðir áður en þú staðfestir með undirskrift. Bæði veskin bjóða þér að skipta á milli rafmynta beint í veskinu sjálfu, skoða NFT's sem eru á veskinu. Þá er hægt að stake'a Sol við bálkakeðjuna og öðlast vexti.

NafnNFT stuðningurSOL stakingStyður LedgerTengill
Phantomhttps://phantom.app
Solflarehttps://solflare.com
BraveTakmarkaðNeiNeihttps://brave.com
Coin98NeiNeihttps://coin98.comVélbúnaðarveski

Með því að nota vélbúnaðarveski margfaldast öryggi rafmynta þinna. Undirritunarlykill (e. private key) er alltaf geymdur í öryggri geymslu inn á vélbúnaðarlykli og ekki er hægt að ná honum þaðan. Við mælum með að nota vélbúnaðarveski í öllum viðskiptum með rafmyntum til að tryggja betur öryggi rafmyntanna. Ledger er sá framleiðandi sem er með besta stuðninginn við Solana. Einfaldasta notkunin fæst með því að tengja ledger við Phantom veskið. Þú getur nálgast leiðbeningar um hvernig það er gert hér. Með þessu móti eru allar færslur undirritaðar á Ledger veskinu en þú nýtur samt góðs af góðum stuðningi Phantom við Solana.