Fyrsta skrefið er að umbreyta inneigninni þinni á kauphöllinni annað hvort í Solana (SOL) eða USDC. Flestar kauphallir bjóða uppá úttekt í SOL en ef kauphöllin býður upp á að taka út USDC á Solana bálkakeðjunni er það líklegast aðeins ódýrara. Þú getur skoðað hvaða kaupahallir bjóða upp á að taka út USDC á Solana bálkakeðjunni hér.

Í dæminu hér að neðan er gert ráð fyrir að inneign á Binance hafi verið breytt í USDC. Þegar þú átt USDC getur þú fært það yfir í þitt Solana veski. Ef þú átt ekki Solana veski skaltu stofna veski (skoða leiðbeiningar hér) áður en þú heldur áfram. Athugaðu að þú þarft alltaf að eiga SOL til að geta framkvæmt millifærslur á Solana bálkakeðjunni. Við mælum með að þú eigir 0.1 SOL inná veskið til að geta framkvæmt þessi skref hér að neðan.  Ef þú ert að nota aðra kauphöll en Binance þarftu að skoða leiðbeiningarnar sem kauphöllin veita þér en skrefin ættu ekki að vera mjög frábrugðin.   

1. Til þess að taka út USDC af binance er ferðu í Wallet -> fiat & spot -> Withdraw

2. Ef það er ekki þegar valið skaltu velja "Withdraw crypto" en svo getur þú valið hvaða rafmynt þú vilt taka út. Í leitarglugganum skrifar þú USDC og svo SOL networkið. Ef þú þarft að millifæra SOL veluru SOL í coin og Solana í network. Þú skráir raðnúmerið á veskið þitt í address. Gakktu rækilega úr skugga um að þú sért að senda á rétt veski. Ágætis regla er að senda litla fjárhæð til að prófa fyrst. Færslan ætti að klárast innan við mínútu.    

3. Að þessu loknu þarf að skipta USDC yfir í ISKT. Einfaldasta leiðin er að nota swappið á heimasíðunni okkar og þú getur nálgast leiðbeiningar um hvernig swappið virkar hér.

4. Þegar þú ert með ISKT inn á veskinu þínu getur þú farið á mintum.is og lagt ISKT inn til að skipta það yfir í ISK sem þú getur svo flutt í bankann. Þú getur kynnt þér mintum kerfið og hvernig það virkar hér.