Lausafjársjóðir (e. liquidity pools) er eitt af hornsteinum rafmyntaheimsins en sjóðirnir eru grundvöllur fyrir mjög stóran hluta viðskipta á rafmyntamörkuðum. Sjóðirnir virka þannig að notendur geta annað hvort lagt inn rafmyntir í sjóðinn eða átt í viðskiptum við hann með því að skipta úr einni rafmynt yfir í aðra. Þeir sem leggja inn í sjóðina fá þær þóknanir sem myndast þegar aðrir notendur eiga í viðskiptum við sjóðina til að skipta á milli rafmynta. Þú getur lesið nánar um lauafjársjóði hér. Mintum hefur komið á fót tvo ISKT lausafjársjóði hjá Orca.so, annars vegar fyrir SOL/ISKT og hins vegar fyrir USDC/ISKT. 

Aukið fjármagn í ISKT sjóðum eykur flæði og notkunarmöguleika ISKT, til bóta fyrir alla notendur. Til að umbuna fjárfesta höfum við ákveðið að þeir sem leggja inn a.m.k 100.000 ISKT í lausafjársjóði greiða ekki hefðbundna 0,5% skiptiþóknun á mintum.is heldur 0%.

Til að greiða 0% skiptiþóknun á ISKT þarf að leggja inn í ISKT sjóði hjá Orca sem samsvarar 100.000 ISKT. Ekki skiptir máli í hvaða hlutföllum innistæðan samanstendur af. Sem dæmi ef USDC er 140 kr. getur innistæðan t.d. verið 500 usdc og 50.000 ISKT enda er það samanlagt (500 x 140 + 50.000) 120.000 kr. Ef þú ert með sama Solana veski skráð á mintum.is munt þú ekki greiða skiptiþóknun í næsta skipti á mintum.is

Sjóðir

Þú getur lagt inn á alla ISKT sjóði hjá Orca en þeir eru eftirfarandi:

  • ISKT / USDC addressa: 7yPe2XMn5mE8aHAbAZp8sk4Y5ec2F6erhREipG3P5YN1
  • ISKT / SOL addressa: 8NZYJadepDdX7RuwJMuBz5djJAKh3hJ1ASgQHFa1RNqe

Þú getur skoðað sjóðina á heimasíðu Orca.

Lágmarks innborgun

Til að virkja gjaldfrjálsa útgáfu og innlausn á ISKT þarf innistæða í framangreindum sjóðum að vera að samsvara verðmæti að lágmarki 100.000 ISKT. 

Virkjun 

Afslátturinn virkjast sjálfkrafa í kerfi mintum.is þegar við sjáum að veski frá þér er hefur lagt inn á lausafjársjóðinn. Það getur tekið 5 mínútur þar til afslátturinn endurspeglast á vefsvæði mintum.is

Leiðbeiningar um hvernig innlögn hjá Orca er framkvæmd má sjá hér: https://docs.orca.so/orca-for-liquidity-providers/how-to-guides/how-to-provide-liquidity