Lausafjársjóðir eru snjallsamningar sem innihalda (yfirleitt) tvær mismunandi rafmyntir og gera notendum notendum að skipta úr einni yfir aðra.
Einfaldast er að útskýra með dæmi: Lausafjársjóður inniheldur Rafkrónur (ISKT) og USDC. Notandi sem á ISKT getur tengt sig við sjóðinn og skipt yfir í USDC eða öfugt. Notandinn borgar þóknun (algengt 0,3%) fyrir að nota sjóðinn og þóknunin verður eftir í sjóðnum fyrir fjárfesta sem lögðu fjármagn inn í sjóðinn.
Fjárfestar (e. liquidity providers) geta lagt rafmyntir inn í sjóðinn og fá hluta af þeim þóknunum sem notendur borga inn í sjóðinn. Þegar fjárfestar leggja inn í sjóðinn verða þeir að leggja inn báðar rafmyntir í jöfnum hlutföllum. Ef verðið á USDC er 144 ISKT þyrfti fjárfestir t.d. að leggja inn 1000 USDC og 144.000 ISKT. Þegar fjárfestirinn leggur rafmyntirnar inn í sjóðinn fær hann útgefnar LP tokens í staðinn sem er ígildi inneignar hans í sjóðnum. Þegar fjárfestirinn vill taka út úr sjóðnum aftur leggur hann tilbaka LP tokena inn í sjóðinn og fær rafmyntir tilbaka í samræmi við hlutfall sitt í sjóðnum auk sinn hluta af þóknunum.
Hvernig ákveður sjóðurinn verðið?
Það eru til tvær mismunandi tegundar af lausafjársjóðum. Annars vegar standard og hins vegar concentrated en hvernig verðið í sjóðnum er ákveðið er mismunandi.
Standard pools
Verðið á rafmyntunum í sjóðnum stjórnast samkvæmt formúlu. Formúlan gerir ráð fyrir að halda verðmæti beggja rafmynta í jöfnum hlutföllum 50/50. Ef sjóður væri t.d. með 1.440.000 ISKT og 10.000 USDC er verðið á USDC 144 ISKT (eða ≈ 0,006944 ISKT fyrir hvert USDC). Ef síðan notandi kemur og leggur inn 1 USDC og tekur út 144 ISKT standa eftir 1.439.856 ISKT og 10.001 USDC. Verðið á USDC er þá 1.438.560/10.001 = 143,97 (eða ≈ 0,006946 ISKT fyrir hvert USDC) og hefur lækkað enda gerir sjóðurinn ráð fyrir að eiga alltaf jafn mikil verðmæti í USDC og ISKT. Ef síðan kemur annar notandi og skiptir 10 USDC yfir í ISKT þarf sjóðurinn að reikna nýtt verð fyrir hvern USDC sem er seldur:
Notandinn sem skiptir 10 USDC yfir í ISKT fær skv. þessu 143,84 að meðaltali fyrir hvern USDC eða að samtölu 1.438,4 ISKT en verðið í sjóðnum er nú 143,71 (eða ≈ 0,006958 ISKT fyrir hvert USDC). Til einföldunar er ekki tekið tillit til þóknana sem greiðast inn í sjóðinn í framangreindum útreikningum. Formúlan gerir ráð fyrir veldisvexti Þessi formúla leiðir til þess að sjóðurinn heldur í við verð á markaði. Ef verð í sjóðnum er verulega frábrugðið það sem er að gerast á markað myndast þrýstingur á að fjárfestir kaupi rafmyntir á markaði og selji inn í sjóðinn til að hirða mismunninn en með því móti nær sjóðurinn líka að jafna sig.
Concentrated pools
Þessi tegund er ný af nálinni en hér getur fjárfestirinn ákveðið sjálfur á hvaða verðbili hann vil bjóða rafmyntirnar sínar til skiptanna. Gefum okkur t.d. að verð í sjóðnum er 140. Fjárfestir sem leggur ISKT og USDC í sjóðinn tiltekur að rafmyntir sínar skulu standa til skiptanna á verðinu 130 - 150 gagnstætt við standard pool þar sem verðbilið er alltaf frá 0 - endalaust (∞). Þetta hefur í för með sér að hægt er að skipta hærri fjárhæðir með lægri verðsveiflum í sjóðnum og sjóðurinn getur velt stærri fjárhæðir á meðan gengið helst á því verðbili sem fjárfestirinn hefur valið. Þá fær fjárfestirinn ennfremur hærri hlut í þóknunum þar sem verið er að nýta stærra hlutfall af rafmyntum hans til að starfrækja sjóðinn. Ef verðið fer út fyrir verðbilið sem fjárfestirinn hefur valið er eignarsafnið alfarið komið yfir í aðra hvora myntina.
Óraungert tap (e. Impermanent loss)
Fjárfestar sem leggja rafmyntir inn í lausafjársjóð verða að hafa í huga að ef verðmæti rafmynta í sjóðnum sveiflast mikið frá hvort öðru getur það myndað óraungert tap. Notast er við hugtakið óraungert tap þar sem tapið raungerist ekki fyrr en fjárfestirinn ákveður að taka rafmyntirnar aftur út. Ef gengi rafmynta sveiflast aftur tilbaka í upprunalegt horf eyðist tapið út og einungis ávinningur af þóknunum stendur eftir. Eftir því sem rafmyntirnar sveiflast meira í verði má gera ráð fyrir meira tapi af þessum toga. Ef fjárfest er í sjóðum með fastgengismyntum (e. stablecoins) má vænta að sveiflurnar verði minni og þar með minni líkur á óraungerðu tapi. Hægt er að nálgast reiknivél sem reiknar óraungert tap hér.
Á Youtube rásinni Whiteboard crypto má finna mörg góð myndbönd um ýmislegt sem viðkemur rafmyntum en þar má finna góða samantekt um lausafjársjóði og óraungert tap:
Allar nánari upplýsingar um notkun lausafjárssjóða og skilmála við notkun þeirra má sjá á heimasíðum sjóðanna.