Þegar þú skráir inn fyrsta kaup/sölutilboð á nýju pari á Serum kauphöllina óskar veskið eftir því að þú leggir fram 0.02336 SOL til að búa til reikning fyrir þig inná kauphöllinni. Þetta gerist sjálfvirkt og þessi reikningur heitir "openorders account". Reikningurin heldur utan um öll kaup/sölutilboð sem þú ert með virk á kauphöllinni og inneign sem þú átt sem tengist umræddu pari. Þegar þá átt viðskipti í kauphöllinni færast rafmyntirnar þínar á þennan reikning og þú þarft að "settla" inneignina þína til þess að hún færist í Solana veskið þitt.  Þú þarft að vera með einn openorders acount fyrir hvert par sem þú verslar á. Ef þú t.d. notar USDC/ISKT fyrst og ferð svo á BTC/USDC þá er búinn til annar reikningur fyrir þig. 

Þú getur endurheimt SOL sem þú lagðir fram með því að loka reikningnum. (sjá t.d. https://sonar.watch/tools/serum-dex)