Vegna FTX

Í ljósi gjaldþrots FTX er óvissa um uppfærslulykla að grunnkóða Serum. Af þessum ástæðum hefur mintum.is tekið út öll boð af tilboðsbók Serum. Öruggari útgafa af Serum er í vinnslu.

Serum er dreifistýrð kauphöll sem lifir á bálkakeðjunni Solana og hefur enga sérstaka miðstýringu. Serum er með opna tilboðsboðsbók þar sem allir geta sett inn kaup- eða sölutilboð. Ef framlögð tilboð mætast í verði verða til viðskipti. Í kauphöllinni er hægt að fjárfesta í helstu rafmyntum heims auk fleiri óþekktari myntir. Þær myntir sem ekki eru "native" á Solana bálkakeðjunni eru yfirleitt í wrappaðri útgáfu á Serum. Þannig er t.d. hægt að kaupa wrappað BTC,ETH,AVAX,BNB o.s.frv. Hægt er að nota mörg mismunandi GUI (graphical user interface) til að nálgast Serum. 

Grafíska viðmótið á dex.mintum.is

Hvernig nota ég Serum kauphöllina?

Fyrst þarf að vera með veski sem extension í vafranum þínum. 

Þú kemst á kauphöllina með því að fara á dex.mintum.is.

Við höfum sett saman stutt kynningarmyndband um kauphöllina en þú getur líka fylgt leiðbeiningum hér að neðan.Leiðbeiningar

1. Fyrst þarf tengja veskið við Serum en það er gert með því að smella á "connect" efst í hægra horninu. Í kjölfarið ætti veskið að biðja þig að staðfesta tenginguna.

 


2. Þú getur séð tilboðsbókina í rauntíma lengst til hægri á síðunni. Fyrir miðju er tilgreint síðasta meðalverð. Þar fyrir neðan má sjá öll kauptilboð sem eru virk á kauphöllinni en fyrir ofan má sjá öll sölutilboð sem eru í gangi.


3. Til að leggja fram kaup/sölutilboð er notast við form vinstra megina á síðunni en  Vinsamlegast athugið að þegar þú ert að leggja fram kaup/sölu tilboð í fyrsta skipti á nýju pari í serum þarft þú að leggja til rúmlega 0.2 SOL í OpenOrders reikning sem heldur utan um inneignina þína á Serum. 


4. Þegar þú hefur lagt fram kaup/sölutilboð ættu þau að birtast undir "open Orders"

5. Ef tilboð þitt hefur leitt til viðskipta birtist inneignin þín undir "balances". Til þess að þú fáir inneignina þína í veskið þitt þarft þú að smella á "settle".